top of page
Modern Architecture

Um okkur

ÓA-Verk ehf er stofnað af Ómari Erni Aðalsteinssyni Húsasmíðameistara. Fyrir stofnun ÓA-Verk var hann í verktöku sjálfur eða í samvinnu við stærri verktaka. Ómar hefur verið viðloðinn byggingargeirann nánast samfleytt síðan 2010 á hinum ýmsu sviðum eins og Steypusögun, vinna við stálbita uppsetningu, uppsteytun, sprungu viðgerðir, Verkefnastjórnun ásamt almennri smíðavinnu.

Í dag hefur ÓA-Verk aðalega unnið í viðhaldi fasteigna, fasteignaumsjón og almenna smíðavinnu.

Kúnnahópurinn hjá ÓA-Verk fer sístækkandi. ÓA-Verk hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja á síðustu árum og þar má sem dæmi nefna, Ríkislögreglustjóri, Bæjarfélög, Ríkiseignir, Daga hf, Vinnumálastofnun, fjárfestingafélög, ásamt föld húsfélaga, einstaklinga og fyrirtækja.

ÓA-Verk leitast við að vera með heildarlausnir fyrir sína kúnna og er markmiðið að einfalda alla vinnu. Við erum í samstarfi við flestar greinar byggingageirans eins og Pípara, Rafvirkja, Málar, Járnsmiði, Blikkara, Kjarnaborun og steinsögun. Einnig vinnum við með flottum hönnuðum og verkfræðingum.

Það getur sparað mikinn tíma og kostnað að vera með góðan aðila sem heldur utan um allt verkið.

Við leitumst við að vera með persónulega og heiðarlega þjónustu og teljum við það vera lykilinn af velgengni til framtíðar.

20211218_225832.jpg

Ómar Örn Aðalsteinsson

Húsasmíðameistari Framkvæmdastjóri

bottom of page